fbpx
Miðvikudagur, október 9, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífGestir fá að móta í leir í Hafnarborg á sunnudag

Gestir fá að móta í leir í Hafnarborg á sunnudag

Vinnustofa kl. 14 í tengslum við sýninguna Tilraun - leir og fleira

Á sunnudaginn kl. 14 verður haldin vinnustofa fyrir börn og fullorðna í tengslum við sýninguna Tilraun – leir og fleira sem nú stendur yfir í aðalsal Hafnarborgar. Þar verður þátttakendum boðið að móta hina ýmsu gripi í mjúkan- og/eða sjálfharðnandi leir, sem gestir fá svo að taka heim með sér að vinnustofunni lokinni.

Sýningin Tilraun – leir og fleira er samtal sjónlista við leir þar sem vísað er í ólíka heima iðnaðar, lista, nytjalista og hönnunar. Þátttakendur sýningarinnar koma úr ólíkum starfstéttum sjónlista. Þeir nota allir leir í verkum sínum en voru gefin mismunandi orð til að vinna þau útfrá. Útkoman eru annarsvegar fullgerð verk á meðan önnur sýna rannsókn eða vinnuaðferð.

Sýnendur eru: Aldís Bára Einarsdóttir, Anna Hallin, Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Brynjar Sigurðarson, Búi Bjarmar Aðalsteinsson, Erna Elínbjörg Skúladóttir, Hanna Dís Whitehead, Hildigunnur Birgisdóttir, Daniel Durnin, Garðar Eyjólfsson, Gunnhildur Helgadóttir, Olga Bergmann, Páll Einarsson, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Sigga Heimis, Sigrún Jóna Norðdahl, Sigurður Guðmundsson, Sigurður Hauksson, Sigurlína Margrét Osuala, Theodóra Alfreðsdóttir og Veronika Sedlmair.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2