fbpx
Sunnudagur, desember 3, 2023
HeimFréttirMenning og mannlífSpánýtt tónverk fyrir sögumann og hljómsveit

Spánýtt tónverk fyrir sögumann og hljómsveit

Skemmtilegir tónleikar í Hafnarborg

Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hélt tónleika í Hafnarborg síðasta vetrardag á Björtum dögum og frumflutti þar nýtt tónverk eftir Þorbjörgu Roach Gunnarsdóttur sem byggt er á ævintýrinu um Tindátann staðfasta eftir H. C. Andersen en Þorbjörg er nemandi við Listaháskóla Íslands.

Verkið er samið fyrir sögumann og 30 manna hljómsveit með öllum þeim hljóðfærum sem þar kom við sögu. Æfði hljómsveitin stíft fram að tónleikum.

Einnig flutti hljómsveitin nokkur vel valin verk Roundeau eftir Purcell, Rússneskan dans eftir Tsjaikovsky, Rímnadanslög eftir Jón Leifs, kúrekatónlistina Hoe-Down eftir Copland og í lokin Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns.

Hljómsveitin er skipuð nemendum skólans og hóf starfsemi fyrir rúmu ári og stóð sig frábærlega vel.

Stjórnendur sveitarinnar eru Ármann Helgason klarinettukennari við skólann og Laufey Ólafsdóttir fiðlu- og víólukennari. Húsfyllir var á tónleikunum.

Ummæli

Ummæli

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2