fbpx
Laugardagur, apríl 13, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífElsa Waage syngur á fyrstu hádegistónleikum vetrarins Í Hafnarborg

Elsa Waage syngur á fyrstu hádegistónleikum vetrarins Í Hafnarborg

Þriðjudag 6. september kl. 12

Elsa Waage

Elsa Waage

Þriðjudaginn 6. september verða fyrstu hádegistónleikar vetrarins haldnir í Hafnarborg. Mezzosópransöngkonan Elsa Waage stígur á stokk ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara.

Yfirskrift tónleikanna er La Diva-la donna sem útleggst á íslensku sem Dívan – konan en á efnisskrá eru verk á borð við Vilja-Lied úr Kátu ekkjunni eftir F. Lehár, Habanera úr óperunni Carmen eftir Bizet og La vie en rose sem franska söngkonan Edit Piaf gerði ódauðlegt  ásamt fleiri þekktum verkum.

Hádegistónleikar Hafnarborgar eru haldnir mánaðarlega. Þeir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund, þeir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir.

Antonía Hevesi
Antonía Hevesi

Elsa Waage lauk námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Elísabetar Erlingsdóttur og síðar í framhaldsnám í Washington D.C. þaðan sem hún lauk B.M. prófi í tónlist við Catholic University of America. Elsa hefur sungið ýmis óperuhlutverk bæði hér á landi og erlendis og á undanförnum árum hefur hún lagt áherslu á tónleikahald og komið fram með sinfóníuhljómsveitum og undirleikurum á Íslandi, Evrópu og í Bandaríkjunum. Elsa söng hlutverk Azucenu í Il Trovatore eftir Verdi haustið 2012 og var tilnefnd bæði til Íslensku tónlistarverðlaunanna og Grímunnar fyrir þann flutning. Hún flutti hlutverk Helgu Magnúsdóttur í óperunni Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson árið 2014 hjá Íslensku óperunni.

Antonía Hevesi píanóleikari hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg og valið með sér marga af fremstu söngvurum landsins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2