Dagur íslenska fjárhundsins

Málþing 18. júlí helgað Mark Watson sem sagður er hafa bjargað íslenska hundakyninu

Íslenskur fjárhundir heimsækir heimilisfólk á Hrafnistu. - Ljósmynd: Guðni Gíslason

Mánudaginn 18. júlí verður málþing helgað Mark Watson sem var einn fyrstur manna til að gera sér grein fyrir að íslenska fjárhundakynið var að deyja út. Hann ákvað að gera allt sem hann gat til að bjarga kyninu. Hann lét safna saman alls 10 hundum sem fundust með útliti íslenskra fjárhunda. Hundarnir voru síðar sendir til Kaliforníu þar sem Mark Watson bjó um árabil.

Málþingið verður í Þjóðminjasafninu og hefst kl. 12 og stendur í klukkustund.

  • Þórhildur Bjartmarz f.v. formaður HRFÍ og í forystu nefndar um Dag íslenska fjárhundsins flytur stutt erindi um íslensku fjárhundana og Mark Watson.
  • Anna Dóra Antonsdóttir, sagnfræðingur flytur samantekt Sigríðar Sigurðardóttir safnstjóra í Glaumbæ í Skagafirði um bjargvættin Mark Watsons
  • Albína Hulda Pálsdóttir, dýrabeinafornleifafræðingur flytur erindi um landsnámshund og kjölturakka og nefnir það  „Vitnisburður dýrabeinafornleifafræði um hundahald á Íslandi“.

Fundarstjóri er Guðni Ágústsson f.v. landbúnaðarráðherra.

Sjá nánar um Paul Watson og íslenska fjárhundinn hér.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here