fbpx
Miðvikudagur, október 9, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífBergrún Íris Sævarsdóttir er fyrsti handhafi nýrra barnabókaverðlauna sem kennd eru við...

Bergrún Íris Sævarsdóttir er fyrsti handhafi nýrra barnabókaverðlauna sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur

Fékk verðlaunin fyrir handritið Kennarinn sem hvarf

Hafnfirðingurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir er fyrsti handhafi nýrra barnabókaverðlauna sem kennd eru við hafnfirska rithöfundinn Guðrúnu Helgadóttur en þau eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók. Hún fær þau fyrir handritið Kennarinn sem hvarf.

Fjölmörg handrit bárust í samkeppni um verðlaunin og var úr vöndu að ráða fyrir dómnefnd en Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu varð að lokum fyrir valinu. Sagan ber um margt einkenni úr höfundarverki Guðrúnar Helgadóttur með sér, hún er hlý og talar beint til barna, inn í þeirra heim og dæmir ekki. Að mati dómnefndar tekst höfundi áreynslulaust að skapa atburðarás sem er í senn beint úr raunveruleika barna en samt svo sérstök og ævintýraleg að það vekur athygli og spennu.

Dómnefnd skipuðu þær Sabine Leskopf, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Dröfn Vilhjálmsdóttir. Einnig komu að dómnefndarstörfum fjórir nemendur af unglingastigi Seljaskóla. Bókin kemur út í maí og gefur Bókabeitan hana út.

Bergrún Íris hefur alltaf haft áhuga á barnabókum en sá áhugi vaknaði fyrir alvöru þegar hún varð móðir haustið 2009. Hún hefur myndskreytt fjölmargar barnabækur og námsefni, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Fyrsta rithöfundarverk Bergrúnar var barnabókin Vinur minn, vindurinn árið 2014 og var hún tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Heimild og mynd: Vefur Reykjavíkurborgar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2