fbpx
Sunnudagur, apríl 14, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAgnes Björk og Birta Guðný sigruðu í söngkeppni félagsmiðstöðvanna

Agnes Björk og Birta Guðný sigruðu í söngkeppni félagsmiðstöðvanna

Glæsileg frammistaða nemenda grunnskóla bæjarins

Söngkeppni félagsmiðstöðvanna í grunnskólum Hafnarfjarðar var haldin í kvöld í Bæjarbíói fyrir fullu húsi. Hver félagsmiðstöð gat sent tvo fulltrúa og mátti því hlýða á 12 söngatriði hverju öðru betra.

Glæsileg stóðu fulltrúar skólanna frammi fyrir fullu húsi og sungu af miklu öryggi og við góðar undirtektir áheyrenda. Svo allri nákvæmni sé gætt sat hann Eiríkur Kúld með gítarinn sinn og spilaði og söng einnig af miklu öryggi. Hann var einn þriggja stráka sem komu fram en stúlkurnar voru í miklum meirihluta.

Keppendur og dómnefnd

Dómnefnd átti ekki létt verk fyrir höndum að velja tvo fulltrúa úr þessum glæsilega hópi en að lokum  voru það tveir glæsilegir einstaklingar sem stóðu upp úr, Agnes Björk Rúnarsdóttir úr Öldunni, Öldutúnsskóla og Birta Guðný Árnadóttir úr Vitanum, Lækjarskóla en þær eru báðar á sextánda ári.

Agnes Björk söng lagið This is a man‘s world sem James Brown gerði frægt um 1966. Var hún önnur á svið og flutti lagið af gríðarlegu öryggi og innlifun.

Agnes Björk Rúnarsdóttir úr Öldunni

Birta Guðný söng lagið Proud Mary eftir Paul Fogerty sem gefið var út árið 1969 af hljómsveit hans Creedence Clearwater Revival. Hún byrjaði rólega og var látlaus á sviðinu en þegar kom að síðari hluta lagsins sem er mun kröftugra setti hún allt í botn og reif salinn með sér.

Birta Guðný Árnadóttir úr Vitanum

Þær Agnes Björk og Birta Guðný verða glæsilegir fulltrúar Hafnarfjarðar í Samfestingnum, söngkeppni Samfés, samtaka félagsmiðstöðva.

Þau sem tóku þátt í keppninni voru:

  • Vitinn; Hekla Sif og Birta Guðný
  • Aldan; Agnes Björk og Lilja Sól
  • Mosinn; Saga Rún og Rakel Sara
  • Hraunið; Halldóra og Birna Kristín
  • Setrið; Eiríkur Kúld
  • Ásinn; Snorri Þórs og Noah Alex Hunter
  • Verið: Lísbet Katla Júlíusdóttir

Smelltu hér til að sjá fleiri myndir frá keppninni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2