Ætlar að sitja í heita pottinum næstu vikur

Hjólaði 3.200 km á 27 dögum til styrktar Krabbameinsfélaginu

Jón Eggert Guðmundsson við komuna til Hafnarfjarðar. Ljósmynd: Guðni Gíslason.
Jón Eggert Guðmundsson
Jón Eggert Guðmundsson

Erfiðast á Vestfjörðum

Segir Jón Eggert að ferðin hafi gengið vel. Veður hafi að jafnaði verið gott að undanskildum Vestfjörðunum þar sem Jón Eggert lenti í miklum mótvindi. Sagði hann Vestfirðina einnig erfiðasta kafla leiðarinnar, fjallvegirnir hafi tekið vel á. „Eftir að ég kom í Hrútafjörðinn fékk ég bara fínt veður allt til loka.“ Hann hjólaði sem minnst á þjóðvegi 1 og fylgdi leið sem hann fór gangandi fyrir 10 árum síðan. Leiðin nú er örlítið styttri því víða var búið að þvera firði og leiðin inn firðina ekki alltaf fær. Þá segir hann töluvert vera meira malbikað en fyrir 10 árum t.d. leiðin um Ísafjarðardjúp.

Hjólið stóðst álagið

Jón_Eggert_hjólar-35

Jón_Eggert_hjólar-35Jón Eggert fékk fylgd af vinkonu sinni, Svövu Dögg, allt til Akureyrar og þá gat hann skipt um hjól eftir þörfum. Eftir það var hann á sama hjólinu og hjólaði um 120 km á dag, allt upp í 150 km. Segir hann að hjólið hafi virkað vel og engar bilanir komið upp annað en að tvisvar sprakk hjá honum. Hlýtur það að teljast vel sloppið á 3.200 km leið.

Hamborgarar í hvert mál

Tekið var vel á móti Jóni Eggerti með blómum og kossum.
Tekið var vel á móti Jóni Eggerti með blómum og kossum.

„Ég fór inn á bensínstöðvar en keypti mat þegar aðrir keyptu bensín,“ segir Jón Eggert og hlær. Fékk hann sér að borða og keypti einnig nesti til að hafa með sér. Aðspurður hvort þetta hafi þá ekki aðallega verið hamborgarar og pylsur svarar Jón Gestur því til að það hafi bara verið hamborgarar og skellihlær.

Jón segir ekki hægt að bera saman ferðina sem hann fór gangandi og hjólaferðina. Þetta sé svo ólíkt. Segir hann landið hafi lítið breyst á þessum tíu árum.

Ætlar að synda í kringum landið á 6 árum

Jón Eggert ætlar ekki að bíða í 10 ár eftir næsta áfanga. Aðspurður um næsta skref segir hann að hann vilji gera hálfgerðan járnkarl úr þessu. Hann sé búinn að ganga og hjóla og því liggi fyrir að synda í kringum landið. Er hann þegar búinn að forvitnast um þá möguleika og ætlar að forvitnast um reynslu Viktoríu Áskelsdóttur sem synti yfir Breiðafjörðinn 2004. Segist hann ætla að synda í áföngum og klára verkið á 6 árum.

Jón_Eggert_hjólar-33

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here