fbpx
Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimFréttirMangi og mikilvægu ungmennin í Vinnuskóla Hafnarfjarðar

Mangi og mikilvægu ungmennin í Vinnuskóla Hafnarfjarðar

Veisla á Thorsplani fyrir vel unnin störf

Vinnuskóli Hafnarfjarðar tók til starfa í byrjun júní og eru rúmlega 700 hafnfirsk ungmenni 14 ára og eldri nú við fjölbreytt störf víða um bæinn. Störf þeirra eru afar mikilvæg fyrir sveitarfélagið og ákváðu bæjarstjóri og stjórnendur vinnuskóla að blása til veislu á Thorsplani fyrir hópinn og þakka þannig sérstaklega fyrir vel unnin störf það sem af er sumri.

Vinnuskóli Hafnarfjarðar sinnir fyrst og fremst umhverfismálum og á þannig stóran þátt í því að hreinsa bæinn og hirða gróður, götur og göngustíga yfir sumartímann. Starfsfólk vinnuskólans sinnir mikilvægu hlutverki í því að skapa ásýnd bæjarins, að hann sé þrifalegur og snyrtilegur. Stór hópur starfar einnig á leikjanámskeiðum bæjarins og íþróttafélaga þar sem þau læra að starfa með hóp yngri barna, veita þeim tilsögn og ráðleggingar. Slík störf eru gefandi og mótandi til framtíðar. Þau ungmenni sem starfa við hreinsun í sumar starfa í hópum. Hver hópur sér um sitt hverfi og vinnur sig þannig jafnt og þétt í gegnum fyrirliggjandi verkefni á hverjum stað. Mikil áhersla er m.a. lögð á miðbæ Hafnarfjarðar með það fyrir augum að hafa hann snyrtilegan og fínan fyrir alla þá sem sækja hann heim. Búið er að skreyta bæinn með blómum og stéttir og stígar hafa verið sópaðir reglulega. Starfsmenn vinnuskóla sinna mikilvægum verkefnum fram í ágúst.

Langi Mangi Svanga Mangason

Nýverið festi Hafnarfjarðarbær kaup á ruslasugu sem nýtt er í hreinsunarverkefni í miðbæ Hafnarfjarðar og víðar. Hennar fyrsta verkefni var að þrífa það litla rusl sem eftir var í miðbænum fyrir hátíðarhöldin á 17.júní og hefur hún staðið vaktina síðan. Sugunni var gefið nafn við veisluhöldin á Thorsplani og þótti viðeigandi að ungmennin úr Vinnuskóla Hafnarfjarðar, flokkstjórar þeirra og viðeigandi stjórnendur væru viðstödd nafngiftina enda um að ræða tæki sem nýtist þeim vel við vinnu sína. Tillaga að nafni kom frá áhugasömum íbúa. Mangi mun ruslasugan heita og þykir það vel viðeigandi þar sem hann Mangi er jú alltaf svangur og til í meira rusl. Nafnið á sér líka sögu hér í Hafnarfirði en maður að nafni Mangi starfaði lengi vel við hreinsunarstörf hér í Firðinum og er hans og Gunna nokkurs Dó m.a. minnst fyrir framlag þeirra til hreinsunarmála. Gunni Dó var einn þeirra sem um árabil sá um að hreinsa miðbæinn svo mikill sómi var að.

Fleiri myndir er hægt að finna hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2