fbpx
Þriðjudagur, október 15, 2024
target="_blank"
HeimFréttirLoks fengu unglingarnir stóra hátíð

Loks fengu unglingarnir stóra hátíð

Mögnuð stemmning á grunnskólaballinu

Grunnskólaballið var haldið í kvöld í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Gríðarleg eftirvænting var enda hafði ballið ekki verið haldið sl. tvö ár vegna Covid.

Stemmningin var gríðarlega góð, krakkarnir komu í sínu fínasta pússi, tilbúnir að skemmta sér í góðum hópi – loksins!

Það listafólk sem steig á svið á ballinu voru DJ 3hundred, DJ Dóra Júlía, Sprite Zero Klan, Auddi og Steindi og sigurvegarar söngkeppni Hafnarfjarðar þau Jada úr Nú framsýn menntun og Kormákur úr Öldutúnsskóla.

Félagsmiðstöðvarnar og skólarnir hafa staðið að þessu verkefni í áraraðir og það verið unglingum og verkefnum þeirra til sóma. Ekki þarf að taka fram að svo var einnig núna og flottir krakkarnir voru til fyrirmyndar.

Ljósmyndari Fjarðarfrétta var á staðnum eins og oft áður og reyndi að ná stemmningunni á myndir. Hér má sjá nokkrar myndir frá ballinu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2