Lionsklúbbur Hafnarfjarðar gaf eina milljón til sporhundastarfs BSH

Heimsforseti Lions fræddist um sporhunda Björgunarsveitar Hafnarfjarðar

Þórir Sigurhansson, sporhundaþjálfari, Geir Hauksson, forseti Lionsklúbbs Hafnarfjarðar og Douglas X Alexander, alþjóðaforseti Lions við afhendingu styrksins. - Ljósmynd: Guðni Gíslason

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur rausnarlega stutt við rekstur sporhunda Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og hafa árlega lagt háa fjárhæð til sveitarinnar.

Klúbburinn notaði tækifærið þegar heimsforseti Lions 2021-2022, Douglas X Alexander, frá Bokklyn í New York í Bandaríkjunum, heimsótti landið og kynntist Lionsstarfinu hér á landi.

Kom hann í heimsókn til Björgunarsveitar Hafnar­fjarðar og fékk að kynnast starfsemi sporhunda­deild­ar­innar sem svo rausnarlega hefur verið styrkt af Lions.

Hópurinn sem heimsótti Björgunarsveit Hafnarfjarðar. – Ljósmynd: Guðni Gíslason

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar var stofnaður 1956 og undanfarin ár hefur aðalfjáröflun klúbbsins verið sala á Gaflaranum, sem hjá mörgum er orðinn safngripur. Klúbbfundir eru tvisvar á mánuði yfir vetrartímann. Lionsklúbbur Hafnarfjarðar er einn þriggja Lions­klúbba í Hafnarfirði en hinir eru Ásbjörn og Kaldá.

Ummæli

Ummæli