Lions og Fjarðarkaup hafa samtals gefið 1,9 milljón kr. til Mæðrastyrksnefndar

Lionsfélagar á Thorsplani þegar Magnús Ingjaldsson, formaður Lionsklúbbs Hafnarfjarðar afhenti Ástu Eyjólfsdóttur, formann Mæðrastyrksnefndar gjöfina.

Í síðasta mánuði færði Lionsklúbbur Hafnarfjarðar 1 milljón kr. til Mæðra­styrksnefndar og bætti Fjarðarkaup við 200 þús. kr. í gjafabréfum.

Klúbburinn gerði svo enn betur og bætti við gjöfina sl. miðvikudag er klúbburinn lagði til 500 þús. kr. til viðbótar og Fjarðarkaup bætti aftur við 200 þús. kr. í gjafabréfum.

Var formaður Mæðra­styrks­nefnar Hafnarfjarðar, Ásta Eyj­ólfs­dóttir, að vonum þakklát og hrærð yfir þessum rausnarskap.

Samtals hafa því Lionsklúbbur Hafnarfjarðar og Fjarðarkaup gefið samtals 1,9 milljónir kr. til Mæðrastyrksnefndar fyrir þessi jól.

 

Magnús Ingjaldsson, formaður Lionsklúbbs Hafnarfjarðar afhendir Ástu Eyjólfsdóttur, formanni Mæðrastyrksnefndar gjöfina.

maedrastyrksnefnd.is

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here