fbpx
Þriðjudagur, janúar 18, 2022

Kraftmikið leikár að hefjast hjá Gaflaraleikhúsinu

Leikárið í Gaflaraleikhúsinu hefst með krafti í dag með hinni glæsilegu uppistands- og tónlistarsýningu Bíddu Bara eftir stjörnurnar Björk Jakobsdóttur, Sölku Sól Eyfeld og Selmu Björnsdóttur.

„Sýningin sem er sannkölluð hlátursprengja fyrir glaðsinna grindarbotna  fjallar um raunveruleika íslenskra kvenna; um vonir og drauma, biturleika og frústrasjónir, uppeldi, kvíða og hvítvín. Þær Björk, Salka Sól og Selma  byggja verkið á sinni eigin reynslu og draga ekkert undan en ljúga helling,“ segir Lárus Vilhjálmsson leikhússtjóri um sýninguna.

Langelstur að eilífu með Sigurð Sigurjónsson í aðalhlutverki

Í október hefjast svo æfingar á leikgerð Bjarkar Jakobsdóttur á bók Bergrúnar Íris Sævarsdóttur Langelstur að eilífu sem fjallar um Eyju sem er 6 ára og er að byrja í 1. bekk og besta vin hennar og bekkjarfélaga Rögnvald sem er 96 ára. Einstaklega skemmtileg og  falleg saga um vináttu, gleði og sorg.

Með hlutverk Rögnvaldar fer Sigurður Sigurjónsson sem er án efa einn af ástsælustu gamanleikurum Íslands og Hafnfirðingur að auki. Í lok september fara síðan fram prufur í Gaflaraleikhúsinu til að finna sex 7-10 ára snillinga til að leika börnin í verkinu. Prufur verða auglýstar síðar og skráning fer fram á gaflarar@gaflaraleikhusid.is. Fylgist með. Áætluð frumsýning á verkinu er í byrjun árs 2022.

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,319AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar