Kona villt við Helgafell – Konan er fundin

Skúlatún rís grasigróið upp úr umhverfinu. Séð úr SA að Helgafelli. Ljósmynd: Guðni Gíslason.

Óskað var eftir aðstoða björgunarsveitar klukkan 18:30 í kvöld eftir að kona sem var á göngu við Helgafell hringdi í Neyðarlínuna. Konan hafði villst eftir að hafa gengið á Helgafell.

Konan er ekki slösuð og þokkalega vel klædd.

Um 20 mínútum eftir að útkall barst var björgunarsveitarmaður komin á vettvang og hóf leit, nú er búið að ná sambandi aftur við konuna og telja björgunarsveitarmenn sig vita hvar hún er stödd. Sótt er að þeim stað úr tveimur áttum.

Nú dimmir hratt á þessu svæði og getur verið villugjarnt ef ekki nýtur birtu frá tunglinu.

Uppfært kl. 20.29:

Félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar fundu konuna á línuveginum austan við Helgafell um kl. 19.30.

Ummæli

Ummæli