fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimFréttirKnattspyrnusamband Íslands kynnti nýtt merki

Knattspyrnusamband Íslands kynnti nýtt merki

KSÍ hefur opinberað nýtt merki landsliða Íslands í knattspyrnu og nýjan landsliðsbúning.

Síðasta aldarfjórðung hefur tákn landsliðanna verið samsett úr upphafsstöfum KSÍ, fótbolta og íslenska fánanum.  í kynningu á merkinu segir að gamla merkið hafi bæði staðið fyrir ímynd sambandsins og landsliðs Íslands. Eftir því sem starfsemi sambandsins hafi þróast, ímynd Íslands vaxið og árangur landsliðanna aukist, hafi merkið átt erfiðara með að standa undir þessu tvískipta hlutverki. Þörf hafi skapast fyrir merki sem fangi betur grunngildi og uppsprettu liðsandans; ástríðufullt sameiningartákn sem laði fram styrkleika okkar, sögu og baráttuanda.

Nýtt merki KSÍ

„Landvættirnar hafa verið verndarar Íslands frá árinu 1918 og eru hinar fullkomnu táknmyndir fyrir landslið Íslands. Þær eru tákn samstöðu og verja vígið okkar sem önnur lið óttast, heimavöllinn. Baráttuandinn, viljinn og þrautseigjan eru alltumlykjandi.”

Fortíð mótar framtíð

Nýtt merki er sagt tákn um óbilandi samstöðu, innblásið af arfleifð og mótandi sögu, sem fléttar saman landvættir Íslands á nútímalegan máta. Þá er merkið sagt margslungið en skýrt og bygg á fyrri skjaldarmerkjum – en standi eitt og sér sem auðkennandi tákn landsliða Íslands.

„Nútímavörumerki þurfa að búa yfir sveigjanleika og geta aðlagað sig á fjölbreyttan hátt. Það sem gerir merkið enn sterkara er að vættirnar geta staðið stakar til þess að mynda heildarumgjörð í vissum tilfellum.”

Sett hefur verið upp vefsíða með áhugaverðu efni og gagnlegum upplýsingum um nýja landsliðsmerkið.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2