fbpx
Þriðjudagur, desember 3, 2024
target="_blank"
HeimFréttirKaratedeild Hauka 30 ára og býður frían mánuð í karate

Karatedeild Hauka 30 ára og býður frían mánuð í karate

Það var fyrir þrjátíu árum sem nokkrir ungir drengir gengu á fund hjá Knattspyrnufélaginu Haukum þar sem stofnfundur karatedeildar Hauka var haldinn, en þetta var 1. febrúar árið 1990. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Margir titlar hafa unnist og árangurinn hefur verið góður og framtíðin er björt hjá karatedeildinni.

„Með góðu starfi og samvinnu eru okkur allir vegir færir, segir Kristján Ó. Davíðsson, formaður deildarinnar.

Í tilefni af 30 ára afmæli Karatedeildar Hauka 1. febrúar s.l. býður deildin frían prufumánuð núna í febrúar. Þá geta allir, óháð aldri, komið á byrjendanámskeið í febrúar.

„Það er aldrei of seint að byrja,“ segir Kristján.

Æfingar fyrir 11 ára og yngri eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 18-19.
Æfingar fyrir 12 ára og eldri eru mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 19-20.30.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2