Kaldavatnslaust í öllum bænum frá kl. 21 í kvöld

Kaldavatnslaust verður í Hafnarfirði frá kl. 21 í kvöld.

Að sögn Guðmundur Elíassonar umhverfis- og veitustjóra hjá Hafnarfjarðarbæ er verið að tengja nýja dælustöð sem komið er fyrir neðan við vatnstankinn sem er milli Reykjanesbrautar og Áslands 3. Með þeirri dælustöð er búist við að þrýstingur hækki hjá langflestum þeim notendum sem hafa búið við lágan þrýsting á kalda vatninu.

Búist er við að vinna standi eitthvað fram yfir miðnætti en aðgerðum verður hraðað eins og kostur er.

 

Vegna breytinga á dreifikerfi Vatnsveitu Hafnarfjarðar verður kaldavatnslaust frá kl. 21 í kvöld (fimmtudaginn 16. september) og eitthvað fram yfir miðnætti.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að verða en aðgerðum verður hraðað eins og kostur er.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here