fbpx
Þriðjudagur, desember 3, 2024
target="_blank"
HeimFréttirHver hjó letrið í steininn?

Hver hjó letrið í steininn?

Letursteinn er við rústir bæjarins Áss, við Ástjörn, við aðra steinbrúna, sem hlaðin var 1997.

Steinninn er við fyrrum brunninn í bæjarlæknum skammt sunnan við bæjarstæðið.

Hér má sjá annað andlitið.

Á letursteininn eru höggnar tvær myndir af ásum og sveigður kross ofar. Á tvær hliðar hans er höggvið rúnaletur, óskiljanlengt, að mati Ómars Smára Ármannssonar, fornleifafræðings og áhugamanns um Reykjanessakagann.

Í grein á ferlir.is er haft eftir Guðjóni Kristinssyni, sem hlóð brýrnar, að hann muni eftir andlitunum á steininum en ekki eftir rúnaletrinu en sagðist þó þurfa að líta betur á steininn.

Hefur fólki fundist svipur með andlitunum og steinmyndum við Fjörukrána sem Haukur Halldórsson og félagar hafa gert en hann kannast ekki við steininn við Ás.

Letrið á steininum

Upplýsinga leitað

Ómar Smári kallar eftir upplýsingum um steininn og segir allar ábendingar um tilurð hans og eða sögu vera vel þegnar en senda má upplýsingar á ferlir@ferlir.is

Ljósmyndir: Ómar Smári Ármannsson.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2