Bæjarráð sveitarfélagsins Voga fól á fundi sínum fyrir skömmu bæjarstjóra að vinna áfram að kanna frekari grundvöll viðræðna um sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. Skyldi það gert á grundvelli valkostagreiningar sem unnin hafði verið á síðasta kjörtímabili og fyrirliggjandi markmiða. Á niðurstaða að liggja fyrir eigi síðar en að 6 mánuðum liðnum.
Í fjölmiðlum hefur undanfarið verið fjallað um áhuga á að sameina sveitarfélög á Suðurnesjum og hefur Grindavík verið nefnt í því samhengi.
Það er ekki í fyrsta sinn sem „rangt“ er farið með staðarheiti á Reykjanesskaganum en skv. gömlum hefðum og nafngiftum er Grindavík alls ekki á Suðurnesjum og Vogar frekar á Útnesjum eins og meðfylgjandi kort sem finna má á fróðleiksvefnum ferlir.is
Sjá nánar hér