fbpx
Fimmtudagur, október 3, 2024
HeimFréttirHvað heitir sveitarfélagið í Hafnarfirði? Veist þú það?

Hvað heitir sveitarfélagið í Hafnarfirði? Veist þú það?

Lögformlegt skjaldarmerki sveitarfélagsins lítið notað

Öll sveitarfélög hafa opinbert heiti. Um það gilda ákvæði sveitarstjórnarlaga þar sem kemur fram að sveitarstjórn ákveður heiti sveitarfélags að fenginni umsögn örnefnanefndar.

Í opinberum gögnum Hafnarfjarðarkaupstaðar, sem er opinbert heiti sveitarfélagsins í Hafnarfirði, á vefsíðu bæjarins og víðar er þetta heiti hins vegar sjaldan notað. Oftast er notast við heitið Hafnarfjarðarbæ en oft er sveitarfélagið nefnt Hafnarfjörður.

Örnefnanefnd segir m.a. um nöfn sveitarfélaga: „Athuga ber að hér er um að ræða opinbert stjórnsýsluheiti en nöfn landsvæða eða byggðarlaga, sem fyrir eru innan sveitarfélags eða í nágrenni þess, ættu hvorki að þurfa að breytast né leggjast af með tilkomu nýs stjórnsýsluheitis.“

Örnefnanefnd leggur til  eftirliðurinn -bær sé hafður um sveitarfélög þar sem byggðin er að mestu eitt samfellt stórt þéttbýlissvæði.

Það er því ekkert athugavert að tala um Hafnarfjörð þegar átt er við sveitarfélagið en nafnið Hafnarfjarðarbær virðist hins vegar hvergi vera lögfest eða til samþykktir um að nota.

Jafnvel í kafla um samþykktir Hafnarfjarðarkaupstaðar má sjá þetta:

Hér er bæði notað heitið Hafnarfjarðarbær og Hafnarfjarðarkaupstaður.

Mismunandi notkun

Vefsíða Hafnarfjarðarkaupstaðar er á slóðinni hafnarfjordur.is

Facebook síða Hafnarfjarðarkaupstaðar er á slóðinni facebook.com/hafnarfjardarbaer

Hjá Skattinum er heitið skráð Hafnarfjarðarkaupstaður.

Skjaldarmerki Hafnarfjarðarkaupstaðar.

Merki Hafnarfjarðarkaupstaðar

Merki Hafnarfjarðarkaupstaðar er hannað af Friðþjófi Sigurðssyni og Ásgeiri Júlíussyni fyrir 50 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar árið 1958. Merkið var staðfest af félagsmálaráðuneytinu árið 1980 og skráð í byggðarmerkjaskrá Einkaleyfastofunnar 15. mars 2002 en þar er hönnuður aðeins nefndur Friðþjófur Sigurðsson og eigandinn skráður Hafnarfjarðarbær.

Hins vegar var kosið að nota almennt ekki skjaldarmerkið heldur merkið án skjaldarins og var merkið endurgert um 2005.

Eldra merki
Merkið sem mest er notað frá 2005

 

Hvað á sveitarfélagið að heita?

Vilja bæjarbúar að sveitarfélagið heiti áfram Hafnarfjarðarkaupstaður eða vilja þeir frekar að það heiti Hafnarfjarðarbær eins og sveitarfélagið er oftast kallað?

Eðlilegt hlýtur að vera að nota lögformlegt nafn sveitarfélagsins eða breyta því vilji fólk nota annað nafn. Svo er alltaf möguleiki á að skilgreina sveitarfélagið sem borg og er ekki miklu fínna að vera borgarstjóri en bæjarstjóri? Engin stærðarmörk eru til sem aðgreina borg og bæ. Reykjavík varð formlega ekki borg fyrr en 1962 en hafði borgarstjóra frá upphafi, sem sóttur var til Hafnarfjarðar.

Hvað vilt þú?

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2