fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimFréttirHS veitur vilja hætta umsjón með gatnalýsingu

HS veitur vilja hætta umsjón með gatnalýsingu

Júlíus Jónsson, forstjóri HS veitna hefur ritað Hafnarfjarðarbæ bréf þar sem hann kynnir þá ákvörðun stjórnar fyrirtækisins frá 9. október sl. þar sem ákveðið var að hætta uppsetningu, viðhaldi og rekstri gatnalýsingar, m.a. í Hafnarfirði.

Við sameiningu Rafveitu Hafnarfjarðar og Hitaveitu Suðurnesja árið 2001 tóku sveitarfélögin við gatnalýsingunni en áður hafði Rafveita Hafnarfjarðar annast og átt götulýsinguna og kostað um langt árabil.

Greiddi Hafnarfjarðarbær frá þeim tíma stofnkostnað en Hitaveita Suðurnesja, síðar HS veitur, annaðist uppsetningu, viðhald og rekstur sem verktaki. Var fyrirkomulag það sama í öðrum sveitarfélögum sem HS veitur þjónustaði.

Fyrir nokkrum árum hætti HS veitur þessari verktakastarfsemi á Suðurnesjum en starfsemin hafði orkað tvímælis, starfsemi sem rafverktakar gætu annast.

Nú telur stjórn HS veitna að samlegðaráhrif af þessari starfsemi hafi farið minnkandi og telur stjórnin að starfsmenn fyrirtækisins verði mun betur nýttir í verkefni við rekstur eigin kerfa fyrirtækisins auk þess sem þessi starfsem sé að skila afskaplega litlu eða engu.

Hefur stjórnin ákveðið að hætta þessari starfsemi sem fyrst og eigi síðar en um mitt næsta ár.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2