fbpx
Fimmtudagur, október 3, 2024
HeimFréttirHrafnhildur með silfur og brons

Hrafnhildur með silfur og brons

Hrafnhildur með þrenn verðlaun á Evrópumeistaramótinu í sundi

Hafnfirska sundkonan Hrafn­hildur Lúthersdóttir úr Sund­félagi Hafnarfjarðar sló heldur betur í gegn á Evrópumeistara­mót­inu í sundi í 50 m laug í London. Varð hún fyrst Íslendinga til að komast á pall á Evrópumeistaramóti í 50 m laug og endurtók svo leikinn tvisvar.

Fyrst náði hún silfur­verðlaun­um í 100 m bringusund þar sem hún sótti stíft á heimsmethafann í lokin og kom í mark á nýju Íslandsmeti 1,06.45 mín.

Þá náði hún bronsi í 200 m bringusundi, einnig á nýju Íslandsmeti 2,22.96 mín.

Hún toppaði svo árangur sinn með silfri í 50 m bringusundi á 30,91 sek. en hún hafði bætt Íslandsmetið í undanúrslitum.

Vel var tekið á móti Hrafnhildi í Ásvallalaug þegar hún kom til landsins og sem viðurkenningu fyrir þennan frábæra árangur og til að styðja við Hrafnhildi í undirbúningi hennar fyrir Ólympíuleikanna ákvað Hafnarfjarðarbær að veita Hrafnhildi 750.000 kr. afreksmannastyrk.

.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2