Héðinn byggir og selur verksmiðju til Færeyja

Höfðustöðvar Héðins að Gjáhellu 4

Hafnfirska fyrirtækið Héðinn hf. hefur verið að þróa og fullkomna á síðustu árum, byltingarkennda framleiðslu- og próteinverksmiðju sem nefnist Héðinn Protein Plant (HPP). Markmiðið er að gjörnýta hráefni sem fellur til við fiskeldi og veiðar. Þessi tegund verksmiðju er samsett úr nokkrum einingum sem framleiddar eru hjá Héðni og hægt er að flytja með gámum hvert sem er í heiminum.

Héðinn hefur nú gengið frá samningi við fiskmjöls- og fiskfóðurframleiðandann P/F Havsbrún í Færeyjum um sölu á HPP-4000 verksmiðju til framleiðslu á mjöli og lýsi úr laxaslógi.

Verksmiðjan býr yfir þeim eiginleika að geta unnið úr 90-100 tonnum af hráefni á sólarhring en það gefur 14-20 tonn af mjöli og 15-25 tonn af lýsi á sólarhring. Verksmiðjan skilar þá bestu mögulegri nýtingu hráefnis og betri orkunýtingu en þekkst hefur hingað til. HPP verksmiðjurnar geta framleitt mjöl og lýsi hvort sem er í landi eða úti á sjó.

HPP 2000 versksmiðja frá Héðni – Mynd: Héðinn

Bakkafrost, móðurfyrirtæki Havsbrúnar, er eitt stærsta fyrirtæki Færeyja, með laxeldi á 19 stöðum í eyjunum. Smíði HPP-4000 verksmiðjunnar er hafin nú þegar og er áætlað að hún verði sett upp og komin í notkun í Færeyjum fyrir árslok 2017. Verksmiðjan verður staðsett í Fuglafirði, en þar er fyrir fiskimjölsverksmiðja Havsbrúnar.

Laxeldi bakkafrost í Færeyjum, móðurfyrirtæki Havsbrúnar, á heiðurinn að hráefninu sem er notað í verksmiðjuna.

Laxamjöl streymir úr HPP verksmiðju Arctic Protein í Borgarnesi. – Mynd: Héðinn

Rúmlega sjö hundruð starfsmenn vinna í fyrirtækinu. Enda er Bakkafrost eitt stærsta fyrirtæki Færeyinga. Fyrirtækið veltir rúmlega 40 milljörðum króna á ári og þar af veltir Havsbrún um 16 milljörðum króna. Meirihlutinn af framleiðslu Havsbrúnar fer í fiskeldisfóður í stöðvum Bakkafrosts.

Á árinu 2015 framleiddi Havsbrún um 80 þúsund tonn af mjöli og lýsi úr 235 þúsund tonnum af sjávarafla, einkum kolmunna.

Um Héðinn

Héðinn hf. er eitt stærsta fyrirtæki landsins í tækni- og málmiðnaði og hjá okkur starfa 120 öflugir og lausnarmiðaðir starfsmenn. Þetta er fjölbreyttur hópur tækni- og verkfræðimenntaðra einstaklinga sem og fagmanna í vélvirkjun, rennismíði, stálsmíði, málmsuðu og rafvirkjun svo eitthvað sé nefnt. Starfsemin skiptist í Tæknideild, Rolls-Royce Marine þjónustu með véladeild og Smiðju með plötu- og renniverkstæði. Héðinn er er til húsa að Gjáhellu 4 í Hafnarfirði.

Heimild: www.hedinn.is

– Soffía H.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here