fbpx
Mánudagur, maí 20, 2024
HeimFréttirHaukar unnu Fram 3-1 á Ásvöllum

Haukar unnu Fram 3-1 á Ásvöllum

Þrjú mörk skoruð á 6 mínútum í seinni hálfleik

Glæsilegur skallabolti Elton Renato Livramento Barros hafnaði í markinu. Ljósmynd: Guðni Gíslason.
Glæsilegur skallabolti Elton Renato Livramento Barros hafnaði í markinu.
Ljósmynd: Guðni Gíslason.

Haukar og Fram mættust í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld á Ásvöllum í glaða sólskini.

Ekki voru liðnar nema 7 mínútur þegar Elton Renato Livramento Barros kom Haukum yfir. Þannig stóð þar til á 63. mínútu er Ivan Bubalo skoraði fyrir Fram.

Aran Nganpanya fagnar marki sínu. Ljósmynd: Guðni Gíslason.
Aran Nganpanya fagnar marki sínu.
Ljósmynd: Guðni Gíslason.

Rúmum 4 mínútum síðar skoraði Aran Nganpanya fyrir Hauka og kom Haukum aftur í forystu með laglegu marki en hann var nýkominn inn á.

Elton Renato Livramento Barros innsiglaði svo 3-1 sigur Hauka með þrumu skalla aðeins tveimur mínútum seinna.

Með sigrinum höfðu Haukar sætaskipti við Fram og eru nú í 7. sæti með 17 stig en Fram er í 8. sæti með 16 stig eftir 14 umferðir.

Elton Renato Livramento Barros. Ljósmynd: Guðni Gíslason.
Elton Renato Livramento Barros.
Ljósmynd: Guðni Gíslason.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2