Hafnfirskur Íslandsmeistari í götuhjólreiðum

Guðmundur Róbert Guðmundsson úr Hjólreiðafélaginu Bjarti sigraði í Tour de Hvolsvöllur

Rúnar Karl, Guðmundur Róbert Íslandsmeistari og Rúnar Örn

Íslandsmótið í götuhjólreiðum, „Tour de Hvolsvöllur“ var haldið föstudaginn 24. júní sl. Keppendur þurfa að vera í aðildarfélagi Hjólreiðasambands Íslands sem er aðila að ÍSÍ.

Tvær vegalengdir voru í boði, 110 km þar sem hjólað er úr Reykjavík á Hvolsvöll og 61 km unglingaflokkur þar sem hjólað er frá Eyrarbakka á Hvolsvöll.

Íslandsmeistari í karlaflokki varð Hafnfirðingurinn Guðmundur Róbert Guðmundsson úr Hjólreiðafélaginu Bjarti en hann kom í mark á 2,44.03.210 klst. og var brotabroti úr sekúndu á undan Rúnari Erni Ágústssyni. Var meðalhraði þeirra 40,23 km/klst. Þriðji varð svo Rúnar Karl Elfarsson á 2.44,43 klst.

Í kvennaflokki varð Evgenia Ilyinskaya fyrst á 3,21.27.757 klst. sekúndubroti á undan Ásu Guðnýju Ásgeirsdóttur. Hafnfirðingurinn Erla Sigurlaug Sigurðardóttir varð þriðja, aðeins 0,6 sekúndum á eftir fyrsta keppenda.

Ása, Evgenia og Erla Sigurlaug.
Ása, Evgenia og Erla Sigurlaug.
Heiðar Snær Rögnvaldsson
Heiðar Snær Rögnvaldsson

Í unglingaflokki varð Hafnfirðingurinn Heiðar Snær Rögnvaldsson fyrstur á 1,56.55.085 klst. en sekúndubrotum síðar komu þeir Sæmundur Guðmundsson og Gústaf Darrason.

Sjá má nánari upplýsingar á www.hjolasport.is og öll úrslit hér. Ljósmyndir: hjolasport.is

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here