fbpx
Þriðjudagur, október 8, 2024
HeimFréttirHafnarfjarðarbær lokar á þjónustu og starfsemi fyrir fólk í viðkvæmri stöðu

Hafnarfjarðarbær lokar á þjónustu og starfsemi fyrir fólk í viðkvæmri stöðu

Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um lokun á starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19) og er ákvörðun tekin með hliðsjón af þeirri breytingu.

Allir hlutaðeigandi verða látnir vita um leið og hægt verður að hefja starfsemi að nýju. Önnur þjónusta fjölskyldu- og barnamálasviðs helst órofin sbr. öll heimaþjónusta, stuðningsþjónusta, þjónusta í íbúðakjörnum og á heimilum. Sviðið vinnur eftir skýrum verkferlum og er í nánu samstarfi við neyðarstjórn sveitarfélagsins og almannavarnir. Heimsóknarbann hefur verið sett á Hrafnistuheimilinu í Hafnarfirði og á hjúkrunarheimilinu á Sólvangi. Ákvörðun hefur verið tekin um að loka dagdvölinni á Sólvangi. Dagdvölin á Hrafnistu er opin sem og dagþjálfunin í Drafnarhúsi. Staðan verður endurmetin daglega og tilkynningar og upplýsingar sendar til hlutaðeigandi. Eftirfarandi starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar verður lokað.

Félagsstarf

  • Hraunsel Flatahrauni 3
  • Hjallabraut 33
  • Sólvangsvegur 1
  • Lækur Hörðuvöllum 1
  • Mötuneyti á Hjallabaut 33 og Sólvangsvegi 1 verða einnig lokuð

Vinnu- og virknimiðuð stoðþjónusta fyrir fatlað fólk

  • Hæfingarstöðin Bæjarhrauni
  • Geitungar, atvinnuþjálfun
  • Vinaskjól, lengd viðvera
  • Skammtímadvöl Hnotubergi

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2