Guðmundur ráðinn framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambandsins

Tekur við starfinu í apríl

Guðmundur Karlsson

Stjórn FRÍ hefur gengið frá ráðningu Hafnfirðingsins Guðmundar Karlssonar í starf framkvæmdastjóra Frjálsíþróttasambands FRÍ. Guðmundur sem er íþróttafræðingur MSc. frá Íþróttaháskólanum í Köln, hefur áður komið að störfum FRÍ sem landsliðsþjálfari í frjálsum íþróttum á árunum 1988-1990 og 2002-2004.

Guðmundur starfaði við íþróttaþjálfun um áratuga skeið með góðum árangri og á hann einnig farsælan feril að baki sem íþróttamaður og landsliðsmaður í frjálsum íþróttum til 17 ára aldurs. Þá þjálfaði Guðmundur meistaraflokk kvenna í handbolta um tíma.

Guðmundur var eigandi og framkvæmdastjóri íþróttavöruverslunarinnar Fjölsport til ársins 2005, en þá hóf hann störf í tölvugeiranum og starfaði hjá LS Retail til ársins 2015 er hann hóf störf hjá þýska hugbúnaðarfyrirtækinu akquinet AG.

Stjórn FRÍ telur að með ráðningu Guðmundar hafi Frjálsíþróttasambandið fengið öflugan fag- og rekstrarmann með mikla reynslu innan íþróttahreyfingarinnar hérlendis og erlendis.

Guðmundur hefur störf í apríl.

Heimild: FRÍ

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here