fbpx
Sunnudagur, apríl 28, 2024
HeimFréttirAtvinnulífGestabarþjónn og bröns hjá nýjum eigendum á Von mathúsi

Gestabarþjónn og bröns hjá nýjum eigendum á Von mathúsi

Nýlega opnuðu nýir eigendur veit­inga­hússins Von mathús eftir nokkr­ar end­ur­bætur.

Eigendur eru þeir Gústav Axel Gunnlaugsson, hafnfirskur Hús­vík­ingur og kokkurinn og brátt Hafn­firðingurinn Pétur Lúkas Axelsson og þjónninn úr uppsveitum Kópavogs, Örn Pálmi Ragnarsson. Allir hafa þeir lengi unnið saman og hjá Gústav sem einnig rekur Sjávargrillið í Reykjavík.

Matseðillinn hefur verið endurgerður og stækkaður þó áfram verði lögð áhersla á vandaða og heiðarlega mat­reiðslu eins og áður að sögn Gústavs.

„Við ætlum að byrja með bröns á laug­ardaginn þar sem fólk velur af mat­seðli en við verðum með opið öll kvöld í viku og sex hádegi, verðum með þjónustu alla leið,“ segir Gústav. „Við munum í há­deg­inu alltaf bjóða upp á fisk- og kjötrétt og á kvöldin getur fólk valið 3ja rétta matseðil og fjögurra rétta mat­seðil,“ segir Gústav sem upplýsir að vínseð­illinn hafi verið stækkaður um helming.

Gestabarþjónn 18. apríl

„Fimmtudaginn 18. apríl ætlum við að vera með gestabarþjón og verðum með kokteila á mjög hagstæðu verði,“ en Gústav segir þá félaga vilja vera með reglulegar uppákomur á veitinga­staðnum.

Aðspurður um kaup hans á Von segir hann að þeir Einar, f.v. eigandi Vonar, séu vinir og hafi unnið saman í mörg ár og bjuggu saman í London í tvö ár. Í kaffiboði um jólin hafi sala á Von borið á góma. „Þá hugsaði ég með mér að þetta gæti verið svolítið skemmtilegt og prufa eitthvað nýtt. Ég er með tvo stráka sem eru búnir að vinna hjá mér, annar í 13 ár og hinn í sjö ár á Sjávargrillinu. Þetta væri gott tækifæri fyrir mig og þá,“ segir Gústav sem sagðist hafa mikla trú á verkefninu.

Greinin var birt í 4. tbl. Fjarðarfrétta, 11. apríl 2024

Frítt Fjarðarfrétta-app í símann þinn!

Hægt er að sækja app í þinn síma  í Play Store í Android símum og í Apps store í iOS símum. Frítt er að sækja appið og lesa Fjarðarfréttir!

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2