Þriðjudagur, mars 18, 2025
target="_blank"
HeimFréttirGamla myndin - Skipið sem vildi ekki á sjó

Gamla myndin – Skipið sem vildi ekki á sjó

Manstu eftir þessu?

Sandafellið ÍS 82 stóð eldrautt og nýmálað á dráttarsleðanum tilbúið til að vera sjósett 30. mars 2002 hjá skipasmíðastöðinni Ósey í Hafnarfirði. Um kvöldið var sjósetning reynd á flóði en þá vildi ekki betur til en að dráttarsleðinn festist í brautinni af óþekktum ástæðum.

Sandafellið IS 92 tilbúið til sjósetningar. – Ljósmynd: Guðni Gíslason.

Var þá skilið við skipið í þeirri stöðu, hann kominn hálfa leið niður. Um nóttina virðist sem vindhviður hafi velt skipinu af sleðanum sem við það fór af brautinni. Lá það þá utan í malarkanti og flæddi vel að því í háflóði.

Sandafellið oltið úta af dráttarsleðanum. – Ljósmynd: Guðni Gíslason.

Svo var hafist handa við að ná sleðanum undan Sandafellinu. Tveir öflugir kranar héldu við skipið með um 65 tonna krafti er annar krani náði sleðanum undan við þó nokkra fyrirhöfn. Var þá flætt nægilega að svo óhætt var að slaka á krönunum tveimur og Sandafellið rétti sig næstum alveg við og var það svo dregið út af Hamri, öflugum lóðsbát Hafnarfjarðarhafnar.

Margir kranar voru notaðir.

Taka þurfi Sandafellið í slipp til að kanna skemmdir sem ekki voru miklar.

Skipasmíðastöðin Ósey varð gjaldþrota 2005 en síðar um árið keypti Ísfell húsnæði þess og er þar enn með öfluga starfsemi.

Skipið að komast á réttan kjöl.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2