fbpx
Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimFréttirFulltrúar Bæjarlista og Miðflokks kusu gegn uppbyggingu í Bláfjöllum

Fulltrúar Bæjarlista og Miðflokks kusu gegn uppbyggingu í Bláfjöllum

Framkvæmdin þó samþykkt en nú kosið um viðauka.

Bæjarstjórn tók til afgreiðslu viðauka við „Samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins“ á fundi sínum í dag.

Þar eru verkþættir endurskoðaðir og færðir til á tímalínu auk þess sem gert er ráð fyrir hækkun kostnaðar, þannig að kostnaður Hafnarfjarðarbæjar eykst um 73 milljónir kr. á tímabilinu sem nær til 2025.

Sjá má kynningu á framkvæmdunum í frétt í Fjarðarfréttum hér.

Snjóframleiðsla á Suðurvæði í 3. áfanga?

Bæjarstjóri, Rósa Guðbjartsdóttir sagði að fullur vilji allra bæjarfulltrúanna að vanda allt í kringum þessa framkvæmd.

Töluverð umræða var um samninginn og fram komu gagnrýni á litla kynningu á verkefninu sem að hluta var endurnýjun á gagnrýni sem kom fram í bæjarstjórn vorið 2018.

Sagði bæjarstjóri að nauðsynlegt væri að fá svör við ýmsum þeim spurningum sem lagðar voru fram á fundinum taldi rétt að fá kynningu á verkefninu í bæjarráði.

Þá sagði hún að með viðaukanum væri verið að færa til verkefni, m.a. að 2. áfangi snjóframleiðslu yrði í Skálafelli en ekki á Suðursvæði og sagði svo að það yrði í 3. áfanga án þess að skýra það nánar. Hvergi er getið um þennan þriðja áfanga í upphaflega samningnum, verkáætlun eða viðaukanum.

Hefur Fjarðarfréttum ekki borist svar frá bæjarstjóra um þennan 3. áfanga.

Kynning á bak við luktar dyr

Kom fram í umræðunni að bæjarfulltrúar hafi fengið sérstaka kynningu hjá fjármálastjóra um verkefnið en slík kynning var ekki aðgengileg á bæjarstjórnarfundinum sjálfum.

Klúður hjá Sorpu kallar á rýni

Sigrún Sverrisdóttir (S)

Sigrún Sverrisdóttir (S) lagði fram bókun við afgreiðslu málsins þar sem hún sagði að í ljósi þess hvernig farið hefur með málefni Sorpu og málefni Strætó á síðasta tímabili, þá leggi bæjarfulltrúar Samfylkingar til að þar til bærir aðilar rýni áform á áætlanir um framkvæmdina.

Gagnrýndi hlut skíðagöngufólks

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir (L)

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi af Bæjarlistanum, ítrekaði gagnrýni sína frá 2018 á verkefnið og hlut skíðagöngufólk í verkefninu. Sagði hún að þáttur skíðagöngu hafi ekki aukist í verkefninu heldur frekar minnkað. Sagðist bregðast við á sama hátt og við afgreiðslu í bæjarstjórn 2018, hún greiddi atkvæði gegn samþykktinni.

Samningur samþykktur með miklu hraði fyrir kosningar

Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi af lista Miðflokksins, greiddi atkvæði gegn samþykkt viðauka við samninginn sem hann sagði í bókun að hafa verið samþykktur með miklu hraði rétt fyrir kosningar. Sagði hann samráð hafi verið lítið sem ekkert á kjörtímabilinu og því greiði hann atkvæði gegn samkomulaginu.

4.158 milljónir til uppbyggingar á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2