fbpx
Þriðjudagur, desember 3, 2024
target="_blank"
HeimFréttirFjarðarfréttir munu koma út á fimmtudögum

Fjarðarfréttir munu koma út á fimmtudögum

Verðhækkananir ógna útgáfu bæjarblaða

Póstdreifing hefur tilkynnt að fyrirtækið verði aðeins með einn dreifingardaga í viku þar sem dreift er í öll hús í bænum. Verður það á fimmtudögum er fyrirtækið dreifir fríu eintaki Morgunblaðsins en aðaleigendur Póstdreifingar eru útgefendur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins.

Jafnframt tilkynnti fyrirtækið um fjórðungs verðhækkun og herðir því enn að útgáfu fríblaða. Eftir að Íslandspóstur hætti aldreifingu hefur Póstdreifing verið eina fyrirtækið sem sinnir slíkri dreifingu en ekkert fyrirtæki tekur nú að sér dreifingu til allra fyrirtækja. Síðan þá hefur kostnaður við dreifingu hækkað mikið auk þess sem prentkostnaður hefur einnig hækkað sem hefur gert útgáfu bæjarblaða mjög erfiða, ekki síst í stærri sveitarfélögum.

Fyrirvaralaus uppsögn Fréttablaðins á þjónustu Póstdreifingu var mikið áfall fyrir fyrirtækið og í raun raskaði mjög rekstrargrundvöll þess. Hætti Póstdreifing starfsemi er ekkert annað fyrirtæki sem tekur að sér slíka dreifingu.

Hafa verðhækkanir á prentun og dreifingu orðið til þess að hlutfall auglýsinga þarf að vera sífellt hærra til að blöðin standi undir sér, sem eðlilega kemur niður á eðlilegum fréttaflutningi.

Enn er þó stefnt að því að Fjarðarfréttir komi út á prenti mánaðarlega og treyst er á fyrirtæki í bænum nýti sér blaðið sem auglýsingamiðil og ekki síst að Hafnarfjarðarbær nýti blaðið í auknum mæli til að koma skilaboðum til bæjarbúa en Hafnarfjarðarbær hefur t.d. ekki nýtt miðilinn í langan tíma fyrir skipulagsauglýsingar sem þó er áskilið í lögum og reglugerð um kynningu á skipulagsbreytingum og heldur ekki fyrir atvinnuauglýsingar.

Bæjarblað er mikilvægur þáttur í menningarlífi bæjarins og bæði Hafnarfjarðarbær og fyrirtæki í bænum gætu nýtt sér það mun meir ef áhugi er fyrir hendi, ekki aðeins fyrir auglýsingar heldur einnig fyrir fréttir og greinar um málefni bæjarins og fyrirtækja í bænum.

Næsta blað kemur út fimmtudaginn 2. febrúar og er skilafrestur efnis og auglýsinga mánudaginn 30. janúar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2