Maðurinn sem lýst var eftir síðdegis í gær fannst látinn í kvöld.
Hann hét Almar Yngvi Garðarsson og var 29 ára. Hann lætur eftir sig sambýliskonu og einn son.
Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi voru kallaðar út til leitar, auk Landhelgisgæslunnar. Tóku fjölmargir aðrir þátt í leitinni.
Bíllinn sem lýst var eftir fannst í Flensborgarhöfn í kvöld.
Aðstandendur vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu við leitina.