fbpx
Fimmtudagur, desember 12, 2024
target="_blank"
HeimFréttirElti tvo unga drengi upp að dyrum

Elti tvo unga drengi upp að dyrum

Íbúar fylgjast með grunsamlegu mannaferðum á Völlum

Faðir barns greindi frá því á facebooksíðu Vallabúa – Vellirnir mínir, að hvíthærður maður með hvítt skegg hefði elt son hans ásamt vini hans síðdegis í gær frá Bónus á Völlunum.

Hann sagði frá því að þeir hefðu reynt að hlaupa og stinga hann af en að hann hafi þá gengið enn hraðar á eftir þeim. Samkvæmt frásögninni á síðunni stóð maðurinn svo fyrir utan dyrnar í smá stund áður en hann hélt á brott. Maðurinn var klæddur gallabuxum, brúnum jakka og með svarta húfu á höfðinu.

Einnig tilkynnti annar Vallabúi, tveim tímum síðar, að hann hefði tekið eftir manni sem passaði við þessa lýsingu gefa sig á tal við tvo unga drengi á gangi við brúna undir Reykjanesbrautinni.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu hafa ekki fleiri ábendingar eða vísbendingar komið Þeirra og þeir vita ekki hver maðurinn er. Íbúar hafa séð til lögreglu aka af og til í gegnum hverfið.

Foreldrar eru hvattir til að ræða við börn sín um málið og biðja þau að forða sér fljótt og láta vita ef þau sjá hann.

Soffía

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2