fbpx
Föstudagur, apríl 26, 2024
HeimFréttirEkki tókst að slökkva í glæðum á Hvaleyrarbraut fyrr en á þriðja...

Ekki tókst að slökkva í glæðum á Hvaleyrarbraut fyrr en á þriðja degi

Tæðlega 2.000 fermetra húsnæði gjörónýtt

Í dag vann slökkvilið enn að því að slökkva síðustu eldana á neðra hæðinni að Hvaleyrarbraut 39. Í gær freistuðust menn að nota kvoðu til að kæfa eldinn og dældu henni inn um neyðarútgang innst og vestast í rýminu. Þar er neyðarútgangur frá þeim tveimur af þremur rýmum á neðri hæðinni. Bjuggust menn við að það dygði til að kæfa eldinn en hann kviknaði alltaf aftur án þess að nokkuð væri við ráðið.

Mikinn reyk lagði frá húsinu í dag kl. 14

Eftir hádegi í dag hófst lokaátak í að slökkva eldinn, fara inn í rýmið og komast að rótum hans. Um tvöleytið í dag rauk mikið út úr neðri hæðinni en það var hvítur reykur sem er merki um að vatnið hafi gufað upp á heitum flötum eða eldi og er yfirleitt góðs viti við slökkvistörf. Slökkviliðinu tókst síðar í dag að slökkva eldinn.

Neðri hæðinni er skipt í þrjú brunahólf, 488 m² bil í austanverðu húsinu þar sem eigandi hæðarinnar, byggingafyrirtækið Dverghamrar hefur aðstöðu og tvö 244 m² bil þar sem í öðru bilinu var starfrækt bílaverkstæði en fyrirtækið Bindivír ehf. er í hinu, því vestasta. Samtals er hvor hæð 976 m².

Ömurlegt er að horfa á eyðilegginguna.

Í vestasta hlutanum telja menn hafi verið geymd einhver efni sem erfitt er að slökkva í og það er vandamálið sem slökkviliðið glímdi við.

Ekki er innangengt á milli hæðanna en eldur virðist hafa slegið niður norðanvert við húsið og náð að læsa sig í klæðningu og fljótt varð öll hæðin alelda líka.

Harðviður og þakbitar í bland.

Aðkoma að húsinu er ömurleg, allt brunnið og ónýtt.

Fleiri myndir:

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2