fbpx
Þriðjudagur, október 15, 2024
target="_blank"
HeimFréttirEiríkur Smith heiðurslistamaður Hafnarfjarðar er látinn

Eiríkur Smith heiðurslistamaður Hafnarfjarðar er látinn

Einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar

Hafnfirski listamaðurinn ástsæli, Eiríkur Smith er látinn.

Eiríkur fæddist 9. ágúst 1925 og lést í gær, 9. september rétt rúmlega 91 árs að aldri.

Eiríkur var sonur Sigríður Benjamínsdóttur og Finnboga Kolbeinsssonar, en samband þeirra var stutt. Gekk hún að eiga Ástvald Þorkelsson og áttu þau saman sex börn. Fyrstu 5 æviárin bjó Eiríkur í Straumi við Straumsvík en flutti þá inn í bæinn og hefur búið í Hafnarfirði alla tíð síðan.

Listhneigð Eiríks kom fljótt í ljós en almennt skólanám varð ekki langt og komst hann ekki í gagnfræðaskóla og var hann fljótt fyrirvinna fyrir fjölskylduna. Fyrir tilstilli góðra mann komst Eiríkur í kvöldskóla Finns Jónsson og Jóhanns Briem þar sem hann stundaði nám veturinn sem hann var 14 ára. Það var svo ekki fyrr en 6 árum síðar að Eiríkur hóf nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og fyrstu sýningu sína hélt hann í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði árið 1948 og seldi þar 60 myndir sem dugði honum til uppihalds í Kaupmannahöfn í tvo vetur.

Eiríkur vann lengst af með listaferli sínum sem var mjög fjölbreyttur. Málverk hans voru fjölbeytt, hann var geysilega góður teiknari og eftirsóttur portrettmálari og vakti einnig mikla athygli fyrir abstrakt verk sín.

Eftir Eirík liggja ótrúlega mörg málverk og stóran hluta listaverkasafns gaf hann Hafnarborg, listasafni Hafnfirðinga.

Á 100 ára afmælisári Hafnarfjarðarkaupstaðar var Eiríkur Smith útnefndur heiðurslistamaður Hafnarfjarðar.

Eiríkur kvæntist Ragnheiði Kristjánsdóttur 1949 en þau skildu árið 1954. Árið 1957 kvæntist hann Bryndísi Sigurðardóttur og eignuðust þau saman börnin Sóleyju (f. 14. júní 1957 d. 29. nóvember 1994) og Smára (f. 11. apríl 1961).

Um 1990 byggðu Eiríkur og Binna, eins og Bryndís er oftast kölluð, sér hús efst í Setberginu með glæsilegri vinnustofu þar sem Eiríkur vann í um tvo áratugi.

Aðeins fáeinir mánuðir eru síðan þau hjónin fluttust á Hrafnistu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2