fbpx
Mánudagur, mars 4, 2024
HeimFréttirEftirvæntingin eftir Ratleikskortunum var mjög mikil

Eftirvæntingin eftir Ratleikskortunum var mjög mikil

26. Ratleikur Hafnarfjarðar er farinn af stað og stendur til 26. september

Fjölmargir voru orðnir óþolinmóðir og farnir að bíða eftir kortunum í Ratleik Hafnarfjarðar sem fór formlega af stað í 26. sinn.

Ratleikskortin liggja frammi á ýmsum stöðum og í Fjarðarkaup var upplýst að þangað hefðu fjölmargir hringt og spurt hvort kortin væru komin. Sama saga var víðar þar sem kortin hafa legið frammi og greinilegt að þessi vinsæli leikur á hug og hjörtu margra.

Kortin eru sem fyrr ókeypis og allir hvattir til að taka þátt.

Hvað er Ratleikur Hafnarfjarðar?

Ratleikur Hafnarfjarðar á sér langa sögu og hefur í gegnum árin aukið áhuga fólks á útivist í upplandi Hafnarfjarðar. Fólk hefur verið leitt á áhugaverða staði þar sem finna hefur mátt minjar, mannvistarleifar og jarðmyndanir og lært þannig að meta það sem finnst í næsta nágrenni okkar.

Ómar Smári Ármannsson við einn ratleiksstaðin ofan Helgafells.

Leikurinn hefur verið samstarfsverkefni Hönnunarhússins ehf. og Hafnarfjarðarbæjar frá 200. Hefur Guðni Gíslason, eigandi Hönnunarhússins lagt leikinn með góðri aðstoð sérfróðra einstaklinga, ekki síst Ómars Smára Ármannssonar sem hefur verið óþreytandi við að gefa góð ráð og skrifa fróðleiksmola.

  • Ratleikur Hafnarfjarðar er leikur sem stendur yfir frá júní til síðla september ár hvert.
  • Lögð eru út 27 merki vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar og jafnvel inn í nágrannasveitarfélögin.
  • Með fríu vönduðu ratleikskorti leita þátttakendur merkjanna og merkja við lausnarorð.
Bekkjarskútinn

Fróðleiksmolar með hverju merki

Fyrir hvern ratleiksstað eru fróðleiksmolar á kortinu og enn ítarlegri á vefsíðu leiksins þar sem enn fremur má sjá mynd af ratleiksstaðnum auk þess sem staðurinn er sýndur á korti.

Skoðaðu fróðleiksmolana og myndir hér.

Brunnur við Brunntjörn sem enn hefur ekki ratað í minjaskráningu.

Vinningar í boði

Allir sem skila lausnum eru með í útdrætti um Léttfeta (9 merki), Göngugarp (18 merki) og Þrautakóng (27 merki) sem fá vegleg verðlaun.

Auk þess eiga allir sem skila inn lausnum ogm sem fyrirtæki og stofnanir hafa af rausnarskap gefið.

Aðal styrktaraðili leiksins auk Hafnarfjarðarbæjar er Rio Tinto á Íslandi.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2