fbpx
Miðvikudagur, október 9, 2024
target="_blank"
HeimFréttirDrög að samningi bæjarins við ríki og aðra hagaðila um byggingu nýs...

Drög að samningi bæjarins við ríki og aðra hagaðila um byggingu nýs Tækniskóla liggja fyrir

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, óskuðu á bæjarstjórnarfundi í gær eftir skriflegum svörum við 6 spurningum um málefni nýs húsnæðis fyrir Tækniskóla Íslands í Hafnarfirði og vildu fá svör á bæjarráðsfundi 22. febrúar næstkomandi,  „enda gögn málsins fyrirliggjandi“ eins og það var orðað í fyrirspurn bæjarfulltrúanna.

Meðal annars var kallað eftir afriti af drögum að samningi bæjarins við ríki og aðra hagaðila um byggingu nýs Tækniskóla í Hafnarfirði. Liggi þessi drög fyrir er málið greinilega komið á það stig að endanleg ákvörðun ligg brátt fyrir en lítið sem ekkert hefur verið upplýst um stöðu málsins og hafa fulltrúar minnihlutans gangrýnt það nokkuð.

Spurt m.a. um kostnað bæjarins og fjármögnun

  • Hvaða aðilar hafa komið að viðræðum við ríkisvaldið og hvenær voru þeir fundir haldnir?
  • Óskað er eftir sundurliðaðri stöðu uppkaupa lands og mannvirkja sem nauðsynleg eru til að skapa lóðarými við hinn nýja Tækniskóla. Hverjir eru seljendur og hver eru almenn verðviðmið?
  • Hvaða aðilar af bæjarins hálfu hafa komið að samningaviðræðum við lóðarhafa/eigendur mannvirkja?
  • Hvaða undirbúningur hefur átt sér stað og hvert er kostnaðarmat Hafnarfjarðarbæjar vegna nauðsynlegra vegabóta til að greiða fyrir umferð til og frá nýjum Tækniskóla, bæði á framkvæmdastigi og síðan þegar skólinn tekur til starfa.
  • Hvernig hyggst Hafnarfjarðarbær fjármagna uppkaup lóða og mannvirkja og fjárhagslega hlutdeild í nýjum skóla?

Ekki er að finna aðgengi á vef bæjarins að upptöku af fundinum í gær.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2