Búið að þurrka tvær kvikmyndaspólur sem veiddar voru úr hafi

Kvikmyndafilmur, sennilega frá seinni heimsstyrjöld, komu í troll humarveiðibáts

Filmurnar þurrkaðar í Kvikmyndasafninu. Ljósmynd: Kvikmyndasafn Íslands.

Nú hefur tekist að þurrka tvær spólur af fjórum sem humarveiðiskipsins Fróði fékk í trollið í Faxaflóa fyrir skömmu. Komið var með filmurnar til Kvikmyndasafnsins fyrir um viku.

 

Svipsterka andlitið úr kvikmyndinni. Ljósm.: Kvikmyndasafn Íslands
Svipsterka andlitið úr kvikmyndinni. Ljósm.: Kvikmyndasafn Íslands

Þurrkaðferðin var frumstæð en virkaði. Undið var ofan af filmuspólunum, sem voru best á sig komnar og filmunni komið fyrir upp á rönd á dagblöðum á gólfi í húsakynum safnsins án þess að filmuhlutarnir snertust. Vandinn við filmurnar var sá að myndefnið sjálft (emúlsjónin) var að leysast upp eftir langa veru í sjónum. Með því að losa um filmuna þannig að hún snertist hvergi var hægt að þurrka emúlsjónina án þess að filman límdist saman. Nú fer senn að myndast grundvöllur fyrir því að komast að því um hvaða kvikmynd sé að ræða. Í myndasyrpunni er fyrsti ramminn úr kvikmyndinni, svipsterkt andlit.

Erlendur Sveinsson, forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands hlakkar til að skoða filmurnar nánar og telur þær gætu verið úr bandarísku herskipi sem sökk á Faxaflóa í síðari heimstyrjöld.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here