Mánudagur, apríl 21, 2025
HeimFréttirBirna Íris var heiðruð fyrir 500 leiki fyrir meistaraflokk FH

Birna Íris var heiðruð fyrir 500 leiki fyrir meistaraflokk FH

Birna Íris Helgadóttir handknattleikskona í FH var heiðruð í dag í upphafi 501. leik hennar fyrir meistaraflokk FH.

Sautján ár eru síðan FH-ingur náði þeim merka áfanga að spila 500 leiki í meistaraflokki í handbolta en þá spilaði Guðmundur Pedersen sinn 500. leik fyrir FH.

Birna Íris er uppalinn í FH og hefur spilað allan sinn feril hjá félaginu. Hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið 16 ára gömul árið 2002 og núna tuttugu og þremur keppnistímabilum síðar spilar hún sinn 500. leik.

Birna Íris Helgadóttir

Í kynningu var sagt að Birna Íris hafi öll þessi ár verið miklu meira en leikmaður félagsins. Hún sé ekki bara gríðarleg fyrirmynd og leiðtogi bæði innan sem utan vallar heldur hafi hún alla tíð lagt gríðarlega mörg lóð á vogarskálar FH hvert sem á er litið.

„Birna Íris er svo sannarlega ein að risum Fimleikafélagsins.“

Ágúst Bjarni Garðarsson, nýr formaður handknattleiksdeildar FH færði henni blómvönd sem þakklætisvott fyrir framlag hennar til félagsins og Guðmundur Pedersen bauð hana formlega í 500 leikja hópinn.

Birna Íris Helgadóttir í 501. leik sínum fyrir meistaraflokk FH.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2