Bergrún Íris fær hlýtur Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Vestnorræna ráðsins

Bergrún Íris Sævarsdóttir, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2020

Hafnfirski rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hlýtur Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2020 fyrir bók sína Langelstur að eilífu.

Þetta var tilkynnt við athöfn á bókmenntahátíðinni Bókadagar í Norræna húsinu í Þórshöfn, Færeyjum sl. miðvikudag

Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars að útgangspunktur bókarinnar sé veröld barnsins og þankagangur þess. „Það eru engar hindranir og ekkert er ómögulegt. Tekist er á við erfiðar tilfinningar, fjallað er um afbrýðissemi og dauðann án þess að sagan verði of sorgleg eða dramatísk. Gamansamar myndskreytingar styðja við söguþráðinn og víkka hann út á skemmtilegan hátt.“

Tilnefnd verk til verðlaunanna 2020 voru:

  • Færeyjar: Loftar tú mær? (Griber du mig?) eftir Rakel Helmsdal.
  • Grænland: Orpilissat nunarsuarmi kusanarnersaat (Det smukkeste juletræ i verden) eftir Juaaka Lyberth.
  • Ísland: Langelstur að eilífu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur.

Verðlaunin eru veitt annað hvert ár.

Höfundur sigurverksins fær 60.000 DKK að launum.

RÚV greindi frá

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here