fbpx
Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimFréttirBergið Headspace er stuðnings- og ráðgjafarsetur fyrir ungt fólk

Bergið Headspace er stuðnings- og ráðgjafarsetur fyrir ungt fólk

Viðtal við Guðbjörgu Fjólu Halldórsdóttur, félagsráðgjafa

Bergið Headspace er stuðnings- og ráðgjafarsetur fyrir ungt fólk á aldrinum 12-25 ára.

Haustið 2021 hóf Bergið að sinna ráðgjöf í ungmennahúsinu Hamrinum við Suðurgötu þar sem Guðbjörg Fjóla Halldórsdóttir er félagsráðgjarfi.

Guðbjörg segir samstarfið við ungmennahúsið hafa gengið mjög vel. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu. Lágþröskuldaþjónusta þýðir að eina krafan til að fá viðtal hjá ráðgjafa er að vera á aldrinum 12-25 ára og vilja koma í ráðgjöf.

Panta viðtal

Á heimasíðu Bergsins www.bergid.is er hægt að óska eftir þjónustu. Mikilvægt er að taka fram að óskað sé eftir viðtölum í Hamrinum. Í framhaldinu hefur ráðgjafi samband og fundinn er tími sem hentar báðum. Hægt er að bóka tíma hjá ráðgjafa í Hamrinum á fimmtudögum kl. 9-12.

Hvenær er vandamál orðið nægilega stórt svo hægt sé að fá ráðgjöf/hjálp?

„Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt. Öll vandamál eiga rétt á sér,“ segir Guðbjörg í samtali við Fjarðarfréttir. „Ef þú þarft að tala við einhvern um málefni sem þér liggur á hjarta þá er þjónustan fyrir þig á þínum forsendum,“ segir Guðbjörg.

Fer ráðgjöfin aðeins fram á íslensku?

„Allir eru velkomnir í ráðgjöf, líka þeir sem ekki tala góða íslensku. Hælisleitendur geta líka sótt þjónustu í Bergið, eina krafan er að þeir tali ensku ef þeir tala ekki íslensku.“

Er þjónustan aðeins fyrir íbúa Hafnarfjarðar?

„Nei, það að fá þjónustu Bergsins í Hamrinum er ekki bundið við að þú búir í Hafnarfirði. Og það kostar ekkert að koma í ráðgjöf í Bergið. Fólk getur komið eins oft og það vill og þarf án þess að þurfa að greiða fyrir.“

Fullur trúnaður

Það er fullur trúnaður í Berginu, ráðgjafar Bergsins eru þó tilkynningarskyldir samkvæmt lögum til barnaverndar sé það nauðsynlegt. Að öðru leyti er allt sem sagt er trúnaður og algjörlega á milli einstaklings og ráðgjafa.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2