fbpx
Laugardagur, desember 2, 2023
HeimFréttirBærinn lætur fjarlægja bjórauglýsingar úr biðskýlum

Bærinn lætur fjarlægja bjórauglýsingar úr biðskýlum

Auglýsingar á jólabjór hafa verið birtar á nýjum ljósaskiltum í biðskýlum víða um bæinn.

Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðarkaupstaðar, segir að þarna sé verið að brjóta lög og að það sé ekki til jólaléttöl frá Tuborg. „Hvað kemur næst?,” segir Geir, „létttóbak fyrir börn með pínulitlu níkótíni eða kannski léttklám?”

Segir hann auglýsendur nota allskonar dóma og túlkanir á lögunum sem þeir telja að gefi þeim heimild til að óspart auglýsa léttöl. Geir bendir á að til séu lög um réttindi barna og þar sé lögvarinn réttur þeirra til að lifa lífi sínu án áfengisauglýsinga. „Hafnarfjarðarbær hefur ekki sýnt umburðarlyndi gagnvart markaðsetningum vara til barna og hvað þá að framleiðendur séu að höfða til þess að börn hefji neyslu á léttöli – jólaléttöli.”

20. gr.
Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu.
Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni, eftirlíkingar af áfengisvarningi, spjöld eða annar svipaður búnaður, útstillingar, dreifing prentaðs máls og vörusýnishorna og þess háttar.

Upplýsir Geir í samtali við Fjarðarfréttir að Hafnarfjarðarkaupstaður hafi nú formlega krafist þess að þessar auglýsingar verði fjarlægðar og fengið því framgengt.

Ummæli

Ummæli

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2