fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimFréttirBæjarráð vill taka 932 milljóna króna lán

Bæjarráð vill taka 932 milljóna króna lán

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja til við bæjarstjórn að taka 932 milljóna kr. lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt verði með veði í tekjum sveitarfélagsins.

Lánið er til 35 ára, með lokagjalddaga 2055 í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum en eru ekki upplýstir í fundargerð.

320 milljónum kr. af upphæðinni er ætlað til að ljúka fjármögnun á erlendu kúluláni sem er á eindaga á þessu ári og 612 milljónir kr. á að nota til fjármögnunar Skarðshlíðarskóla, en upphaflega var stefnt að því að byggja skólann án lántöku.

Til tryggingar lánunum standa tekjur sveitarfélagsins, en heimild er til þess í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Þarf að taka 947 milljóna króna skammtímalán

Brýn þörf er á þessu fjármagni og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja heimild til skammtímafjármögnunar allt að 947 milljónir króna þar til gengið verður frá endanlegri fjármögnun. Skammtímalánið ber 1,2% vexti óverðtryggt, mv. stöðuna í dag og verður greitt upp þegar endanleg fjármögnun liggur fyrir.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2