Axel Bóasson Íslandsmeistari í holukeppni karla

Ólafía Þórunn og Axel með bikarana. Ljósmynd: GSÍ

Íslandsmótinu í holukeppni 2020 lauk í dag á Jaðarsvelli hjá Golfklúbbi Akureyrar.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Axel Bóasson, Golfklúbbnum Keili, fögnuðu sigri eftir spennandi keppni í úrslitaleikjunum. Þetta er í þriðja sinn sem Ólafía Þórunn sigrar á þessu móti og í annað sinn sem Axel vinnur Íslandsmótið í holukeppni.

Axel Bóasson, GK og Hákon Örn Magnússon, GR léku til úrslita í karlaflokki. Í kvennaflokki mættust Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Eva Karen Björnsdóttir, GR í úrslitum.

Axel sigraði 1-0 gegn Hákoni eftir hörkuleik.

Ólafía Þórunn sigraði 4-/3 í úrslitaleiknum gegn Evu Karen.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here