fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimFréttirÁrshlutareikningur sýnir betri afkomu Hafnarfjarðarbæjar

Árshlutareikningur sýnir betri afkomu Hafnarfjarðarbæjar

Um 100 millj. kr. hærr tekjur af staðgreiðslu

Hafnarfjarðarbær hefur sent frá sér árshlutareikning fyrir fyrri helming yfirstandandi ár. Er rekstrarniðurstaðan þar jákvæð um 907,6 milljónir kr. en áætlanir gerðu ráð fyrir 285 millj. kr. rekstrarafgangi af A- og B-hluta bæjarsjóðs.

Rektrartekjur voru 12,2 milljarðar kr. en rekstrargjöldin 10.1 milljarður kr. Afskriftir voru 460,7 millj. kr. og fjármagnsgjöld 738,5 millj. kr. og rekstrarniðurstaða því jákvæð um 907,6 millj. kr.

400 milljón kr. tekjur umfram áætlun

Þar munar mestu um 201,9 millj. kr. auknum öðrum tekjum en þar munar mestu um sölu á hlut bæjarins í HS veitum sem ekki var á áætlun en tekjufærðar voru 65 milljónir kr. vegna þess. Keyptur HS veitur hlutafé í eigin félagi og færði niður nafnverð hlutafjár eigendanna.

Ekki hafa fengist aðrar skýringar á þessum auknu tekjum en bæjarstjóri vísaði á samskiptstjóra bæjarins þegar svara var leitað.

Samskiptastjórinn upplýsti hins vegar að 98,7 millj. kr. í auknum skattteknum séu vegna staðgreiðslu.

Framlag jöfnunarsjóðs er einnig meiri en áætlað var og munar þar 99,5 millj. kr.

Samtals eru tekjur því 400 milljónum kr. hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Gjöld lægri en áætlað var en 600 millj. kr. reikningur bíður

Rekstrargjöld voru 62,6 millj. kr. lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir, afskriftir voru 38,2 mill. kr. hærri en fjármagnsgjöld 202,8 millj. kr. lægri en áætlað var en numu þó 738,5 millj. kr.

Laun og launatengd gjöld, sem eru stærstu útgjaldaliðir sveitarfélagsins og námu 5.768 milljónum króna eða á áætlun. Breytingar lífeyrisskuldbindinga var líka á áætlun en þær námu 487,1 millj. kr. Þess ber þó að geta að vegna samkomulags við Brú lífeyrissjóð munu verða gjaldfærðar á árinu um 600 milljónir króna til viðbótar við áður áætlaða gjaldfærslu ársins.

Veltufé frá rekstri nam um 2.014 milljónum króna sem er um 16,6% á móti heildartekjum.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2