Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH varð í 8. sæti í dag í öðrum undanúrslitariðlinum í 400 metra grindahlaupi á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Hollandi. Arna hljóp á 57,24 sekúndum, sem er 10/100 úr sekúndu frá sínum besta tíma frá í gær. Hljóp hún glæsilega en varð að gefa eftir á lokametrunum.
Glæsilegur árangur hjá þessum unga Hafnfirðingi.