Arna Stefanía í undanúrslit á Evrópumótinu

Bætti persónulegt met sitt um tæpa hálfa sekúndu

Arna Stefanía Guðmundsdóttir. - Ljósmynd af Silfrið.is

Í dag komst Hafnfirðingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH í undanúrslit í 400 metra grindahlaupi á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Hollandi.

Arna hljóp á 57,14 sekúndum í undanrásunum og bætti persónulegt met sitt um tæpa hálfa sekúndu.
Varð Arna Stefanía önnur í sínum riðli með sjöunda besta tíma allra í undanrásunum. Af 25 keppendur 14 í undanúrslit úr 4 riðlum.

Undanúrslitin verða sýnd í beinni útsendingu á RÚV kl. 18.20 á morgun.

RÚV greindi frá þessu..

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here