Andlát – Þorgerður María Gísladóttir

Þorgerður M. Gísladóttir á 80 ára afmælisdegi sínum.

Þorgerður María Gísladóttir, fyrsti formaður Fimleikafélagsins Bjarkar og þjálfari þess til
margra ára lést í morgun, 17. desember, ríflega 96 ára gömul.

Fimleikafélagið Björk var stofnað á æskuheimili Þorgerðar, Austurgötu 31 og þar söfnuðust Bjarkarfélagar og heiðruðu Þorgerði á 80 ára afmæli hennar.

Þorgerður með Bjarkarfélögum fyrir utan æskuheimili sitt þar sem Fimleikafélagið Björk var stofnað.

Þegar leitað var eftir nafni á félagið leit Þorgerður út í garð og sá fallegt birkitré (björk) og lagði til að félagið héti Björk. Lengi vel átti félagið ekki félagsfána og því var íslenski fáninn með í för hvert sem farið var.

Þorgerður var heiðruð á 90 ára afmæli sínu.

Þegar Þorgerður varð 90 ára færðu Bjarkarfélagar henni innrammað skjal þar sem henni
var þakkað frábært fumkvöðlastarf, virðingu fyrir æsku landsins og ást hennar á íslenska
fánanum. Var henni lofað að merki hennar yrði haldið á lofti en framvegis yrði haldinn
Þorgerðardagur á hverju hausti henni til heiðurs.

Þorgerður með hópi yngri og eldir Bjarka á 90 ára afmæli sínu.

Þorgerður átti farsælan feril sem fimleikaþjálfari hjá Björk og var aðal leikfimikennari stúlkna  í bænum um langt skeið. Síðustu ár starfsævinnar kenndi Þorgerður sund á Hrafnistu.

Eiginmaður Þorgerðar var Jón Ólafur Bjarnason en þau fögnuðu 63 ára brúðkaupsafmælinu á 90 ára afmælisdegi Þorgerðar. Hann lést 14. mars 2019. Dóttir þeirra er Sigríður Jónsdóttir.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here