fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimÁ döfinniAlþjóðlegi Inner Wheel dagurinn er í dag

Alþjóðlegi Inner Wheel dagurinn er í dag

Bólusetning gegn leghálskrabbameini - Covid-19 bólusetningarsjóður

Alþjóðlegi Inner Wheel dagurinn er í dag, 10. janúar.

Inner Wheel er félagsskapur framtakssamra kvenna sem sameinast í vináttu og fjölbreyttum góðgerðarmálum til handa samfélaginu í heild sinni. Samtökin voru stofnuð í Manchester 1924 og eru því að nálgast aldarafmæli. Til Íslands barst hreyfingin árið 1973 og eru klúbbarnir 6 með 138 félaga.

Einkunnarorð samtakanna í ár eru Pink First sem útlagt hefur verið á Íslandi „Konur í fyrirrúmi“.

Opinn fjarfundur

Inner Wheel konur á Íslandi halda upp á daginn á fjarfundi kl. 20 í dag og má finna hlekk á fundinn hér.

Frú Eliza Reid, forsetafrú, verður heiðursgestur á fundinum og segir frá bók sinni „Sprakkar“ og frá því hvernig er að búa á Íslandi.

Á fundinum afhenda Inner Wheel konur samtökum á sviði velferðar kvenna styrk til starfseminnar og tveir píanónemendur úr framhaldsdeild Tónlistarskóla Hafnarfjarðar leika.

Umdæmisstjóri Inner Wheel á Íslandi er Guðlaug Ásgeirsdóttir, Inner Wheel klúbbi Hafnarfjarðar.

Átak um bólusetningu gegn leghálskrabbameini

Inner Wheel klúbbar um allan heim standa einnig fyrir átaki þessa fyrstu viku ársins 2022. Bólusetning gegn leghálskrabbameini er konum þar ofarlega í huga og nauðsyn þess að fara í skimun ef þú hefur ekki fengið bólusetningu. Hér á landi var byrjað að bólusetja stúlkur við 12 ára aldur árið 2011 og gengur hún vel. Hvetjum Inner Wheel konur og allar konur til þess að fara í skimun, þar sem hægt er að koma í veg fyrir krabbamein ef forstigbreytingar greinast snemma. Finna má upplýsingar um árangur bólusetningar á vef Krabbameinsfélagsins hér.

Covid-19 bólusetningarsjóðurinn

Þegar kórónuveirufaraldurinn byrjaði að herja á heimsbyggðina var stofnaður COVID-19 sjóður á vegum alþjóðasamtaka IIW til þess að kaupa bóluefni handa bágstöddum þjóðum.

Inner Wheel konur á Íslandi tóku þátt í þessari söfnun, en markmiðið var að hver IW kona gæfi sem svarar einu pundi í sjóðinn.

Ef konur hafa áhuga á því að styðja enn frekar við þetta málefni þá eru allar upplýsingar á IIW síðunni.

Frá haustfundi stjórnarkenna IW

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2