Mikil rigning ofan í mikinn snjó hefur víða valdið vanda og götur hafa farið á flot í Hafnarfirði
Mest er þetta á stöðum þar sem þetta hefur verið vandamál áður en ástandið núna með versta móti.

Ástandið var slæmt á Völlum og á Herjólfsgötu þar sem lokað var fyrir umferð vegna vatnselgs. Á Völlunum mátti sjá nokkra bíla sem eflaust hefur verið ekið of hratt í vatnselginn sem varð til þess að á þeim drapst og voru þeir skildir eftir í polli á miðri götu.
Þá flæddi vel á Lækjargötu svo vatn flæddi inn á Strandgötu og upp á gangstétt við Strangötu 49 eins og það hefur áður gert.
