fbpx
Laugardagur, febrúar 24, 2024
HeimFréttirAdda María mætir best í bæjarstjórn

Adda María mætir best í bæjarstjórn

Unnur Lára Bryde hefur ekki mætt á um þriðjung bæjarstjórnarfunda

Ef skoðuð er mæting bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi kemur fram að meðal mætingarhlutfall þeirra það sem af er þessu kjörtímabili er 85%.

Adda María með 94,6% mætingu

Adda María Jóhannsdóttir, Sam­fylkingunni, hefur mætt best og er með 94,6% mætingu og Guðrún Ágústa Guð­mundsdóttir, Vinstri grænum, kemur fasta á hæla hennar með 94,1% mætingu. Þess ber að gæta að hún sagði af sér eftir 17 fundi en þá hafði hún aðeins misst af einum.

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjáns­dóttir, Bjartri fram­tíð er ekki langt á eftir með 93,2% mætingu en hún er forseti bæjarstjórn­ar­innar.

Unnur Lára mætir lakast

Unnur Lára Bryde, Sjálfstæðisflokki, er með lökustu mætingu allra bæjar­fulltrúa en hún hefur mætt á 67,6% bæjarstjórnarfunda.

Margrét Gauja Magnúsdóttir, Sam­fylkingu, er með næst lökustu mæting­una, 70,6% mætingu og hefur þá verið tekið tillit til þess að hún var með leyfi frá störfum um nær tveggja ára skeið.

Lakasta meðalmæting hjá Sjálfstæðisflokki

Þegar meðamæting aðalbæjarfulltrúa flokkanna er skoðuð eru Vinstri græn með bestu mætinguna, 90,9%, en þá hefur verið tekið tillit til þess að Guðrún Ágústa hætti snemma á kjörtímabilinu og Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tók við en henni var svo veitt ársleyfi frá störfum.

Björt framtíð er með næst bestu mætinguna, 89,2% mætingu og þar á eftir kemur Samfylking með 85,2% mætingu og Sjálfstæðisflokkur með 82,2% mætingu.
Í öllum tilfellum kemur varamaður í stað þess sem er forfallaður en hér er verið að skoða mætingu kjörinna bæjarfulltrúa.

Upplýsingarnar eru unnar upp úr fundargerðum bæjarstjórnar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2